07.04.1925
Neðri deild: 53. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 935 í C-deild Alþingistíðinda. (2771)

18. mál, fjöldi kenslustunda fastra kennara við ríkisskólana

Forsætisráðherra (JM):

Jeg vil leyfa mjer að mælast til þess, að umræður verði geymdar um þetta mál, þangað til hv. mentmn. hefir athugað það og látið uppi álit sitt um það. Skal jeg, um leið og jeg vísa til greinargerðar frv., þegar það var borið fram í hv. Ed., leyfa mjer að æskja þess, að það verði athugað.