04.03.1925
Efri deild: 22. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 1412 í B-deild Alþingistíðinda. (680)

12. mál, fiskifulltrúi á Spáni og Ítalíu

Frsm. minni hl. (Ingvar Pálmason):

Það er aðeins örstutt aths. um helsið, eða eins og háttv. þm. Vestm. (JJós) vildi skilja orð mín.

Orð mín fjellu á þá leið, að stofnun þessa embættis leiddi til þess að halda við þessu helsi, sem laumað hefði verið á okkur með Spánarsamningunum. Mig varar ekkert um, hvað hv. þdm. hafa heyrt, en þetta sagði jeg og svona koma orðin til að standa.

Hitt er ástæðulaust að vera að sakast um, þó að jeg hafi dregið ákveðinn mann inn í umr. Á því ber jeg ábyrgð, þó jeg hinsvegar viðurkenni ekki, að það hafi verið að ástæðulausu, því ræður hv. andstæðinga minna gefa það fyllilega í skyn, að staðan, sem um er þráttað, sje fyrirfram ákveðin handa þessum eina manni.