28.02.1925
Efri deild: 19. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 1515 í B-deild Alþingistíðinda. (758)

75. mál, dócentsembætti við heimspekideild

Jóhannes Jóhannesson:

Það var misskilningur hjá háttv. 5. landsk. (JJ), að jeg áliti, að fá þyrfti annan mann til þess að kenna íslenska tungu og málfræði við háskólann, ef próf. Sigurður Nordal færi, því að jeg áleit, ef S. N. færi, stæði enginn nær að fá prófessorsembættið en dr. Alexander Jóhannesson. En þá hefði þurft að fá mann til að kenna bókmentasögu við háskólann í stað Nordals prófessors.