27.03.1926
Neðri deild: 42. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 123 í B-deild Alþingistíðinda. (25)

1. mál, fjárlög 1927

Pjetur Ottesen:

Jeg ætla aðeins að segja fáein orð við þennan kafla fjárlaganna, einkum út af því, að hv. frsm. fjvn. (ÞórJ) skýrði ekki allskostar rjett frá, þegar hann greindi aðstöðu nefndarinnar til till. hennar við 2. gr. frv. viðvíkjandi hækkun á tekjunum. Hann gat þess um tvo liði, 2. lið og 5. lið brtt., að nefndin hefði verið því öruggari um að lækka þessa liði, þar sem bindindismenn í nefndinni hefðu verið því fylgjandi. Að því leyti, sem þetta nær til mín, er það ekki rjett. Jeg var á móti því að hækka þessa liði, og byggi jeg mótstöðu mína á því, að jeg hefi svo sterka trú á góðan árangur af aukinni bindindisstarfsemi í landinu, og það því fremur, sem glæðst hefir skilningur fjvn. á nauðsyn þessa máls, eins og raun ber vitni um, þar sem hún leggur til að hækka styrkinn til bindindisstarfseminnar um 4 þús. kr.

Jeg sagði, að trú mín á sigur góðs málefnis væri svo sterk og trúin á árangur bindindisstarfseminnar og aukinn skilning fólks á því, hvílík vá er fyrir dyrum, ef slík vínnautn heldur áfram í landinu að jeg tel það alt of hæpinn, jeg vil segja óforsvaranlega hæpinn fjárhagsgrundvöll, að hækka þessa liði nokkuð frá því, sem stjórnin hefir lagt til í frv. Þetta vildi jeg aðeins taka. fram í tilefni af orðum háttv. frsm.

Svo á jeg hjer eina brtt., 1. brtt. á þskj. 230. Hún er eiginlega brtt. við næstu till. á eftir, frá hv. þm. Ísaf. (SigurjJ), en till. hans fer fram á að hækka liðinn úr 20 þús. kr. upp í 80 þús. kr., en jeg legg til, að hann verði hækkaður upp í 83 þús. kr., og er sú till. mín í sambandi við XXXV. till., við 16. gr., um að gefa fátæku hreppsfjelagi eftir dýrtíðarlán að upphæð 3 þús. kr. Árið 1918—1919 var þetta lán tekið af brýnni þörf, þar sem dýrtíðin hafði krept mjög að. Fje þetta varð að eyðslufje á þessum árum, en erfitt er með endurgreiðslu, og vildi jeg því mælast till að þessi upphæð yrði eftir gefin. Það eru nokkur fordæmi fyrir því, að undir svipuðum kringumstæðum hafi lán verið gefin eftir, þegar sjerstaklega hefir verið erfitt um endurgreiðslu, eins og hjer á sjer stað.

Ætla jeg svo ekki að fjölyrða frekar um þennan lið, en vænti þess, að hv. deildarmenn átti sig á því, að till. mín er brtt.

við brtt. hv. þm. Ísaf. og gerð til hægðarauka og að vissu leyti til sparnaðar, því ð nú þarf bara eina atkvgr. um þetta í staðinn fyrir tvær.

Út af því, sem hv. frsm. gat um viðvíkjandi fjárveitingu til brúanna, að hann hefði talað við vegamálastjóra og fengið fyrirheit um, að einhverju af brúafjenu yrði varið til brúagerða í hans kjördæmi þá get jeg sagt hið sama, að jeg hefi líka fengið fyrirheit um þetta hvað mitt kjördæmi snertir. Út af umtali því sem orðið hefir um notkun brúafjárins, vil jeg láta þá skoðun í ljós, að jeg tel heppilegast að halda þeirri reglu, sem fylgt hefir verið um úthlutun þess fjár að undanförnu, að stjórnin ráðstafi því eftir till. vegamálastjóra.