06.05.1926
Efri deild: 68. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1158 í C-deild Alþingistíðinda. (2614)

106. mál, hæstiréttur

Jóhannes Jóhannesson:

Jeg skal leyfa mjer fyrir hönd allsherjarnefndar að geta þess, að hún hefir enn stórmál með höndum, sem komu til hennar miklu fyr en það mál, sem hv. 1. landsk. (SE) nefndi, og hefir hún álitið sjer skylt að láta þau ganga fyrir. Til dæmis má nefna frv. um útsvör, frv. um kosningar til sveita- og bæjarstjórna, sem komu frá Nd., og fleiri mál, eins og nál. frá allsherjarnefnd bera með sjer.

Jeg get því ekki fyrir nefndarinnar hönd lofað neinu um það, hvenær þetta mál kemur. En jeg skal geta þess, að málið var svo seint borið fram, að það var að mínu áliti þá þegar fyrirsjáanlegt, að það gæti ekki komist gegnum þingið í ár.