05.05.1926
Neðri deild: 70. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1336 í C-deild Alþingistíðinda. (2661)

81. mál, Landsbanki Íslands

Frsm. minni hl. (Jakob Möller):

Ástæða hv. frsm. meiri hl. (MJ) til að fresta ekki málinu er lítilvæg, því að það nær engri átt, að málinu sje teflt í tvísýnu með því, því ef hæstv. stjórn vill fá það fram, skiftir engu, hvort það er tekið fyrir einum degi fyr eða síðar. Þessar ástæður hv. þm. (MJ) eru því út í bláinn, og jeg verð enn að undirstrika, að jeg hefi ætlað mjer að koma fram með brtt. og þykist jeg eiga rjett á að krefjast að fá tækifæri til þess.