29.04.1926
Neðri deild: 65. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 209 í D-deild Alþingistíðinda. (2925)

34. mál, fyrirhleðsla fyrir Þverá

Atvinnumálaráðherra (MG):

Það er ekki nema sjálfsagt að bregðast vel við þessu máli og láta þessa rannsókn fara fram svo fljótt sem unt er. Hv. frsm. (KlJ) sagði, að vegamálastjóri hefði sagt, að hann gæti lokið öllum undirbúningi og rannsóknum fyrir næsta þing, en jeg sje mjer ekki fært fyrir mitt leyti að lofa þessu. En hann skal beðinn að ljúka því verki svo fljótt sem unt er.

Það er ekki á valdi stjórnarinnar að fá umsögn sýslunefndar fyrir næsta þing. Til þess þarf að kalla saman aukasýslufund. En jeg hefi ekkert á móti því, að áætlunin sje send til sýslumanns, og getur hann þá ráðið því, hvort hann vill kalla saman aukafund.

Mjer skildist á hv. nefnd, að hún legði ekki mikla áherslu á bráðabirgðaaðgerð í sumar, nema því aðeins, að hægt væri með því að koma í veg fyrir skemdir til langframa. En um þetta verður stjórnin að fara eftir till. vegamálastjóra.