09.03.1926
Neðri deild: 26. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 867 í B-deild Alþingistíðinda. (319)

11. mál, raforkuvirki

Magnús Torfason:

Jeg mæli með því, að varabrtt. hv. 2. þm. Reykv. (JBald) verði samþykt. Það getur verið algert nauðsynjamál fyrir sveitarfjelag að neyta forkaupsrjettar. Og mjer finst, að ef ekki má miða við einkaleyfistímann; þá sje hjegómi að vera að klippa 1/5 af honum, því að það munar sáralitlu. En jeg vil ekki, að neitt það sje lögfest, er getur skaðað sveitarfjelögin, og við höfum engan rjett til þess að setja slík lög.

Það hefir verið talað um, að ekki megi breyta staf eða kommu frá því, sem hv. Ed. vill vera láta, til þess að þurfa ekki að hrekja málin milli deildanna. En þessi hv. deild á að vera svo rjetthá, að hún þurfi ekki að sitja og standa eins og hv. Ed. vill. En það og ekkert annað lá í orðum hæstv. atvrh.