30.04.1926
Efri deild: 63. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 579 í D-deild Alþingistíðinda. (3208)

107. mál, mæling á siglingaleiðum

Flm. (Jónas Jónsson):

Jeg hafði að vísu í huga þann möguleika að auka nokkuð við þessa till., heldur en að hafa hana óbreytta, en við nánari athugun hefi jeg ekki sjeð ástæðu til þess, þar sem það er nú upplýst, að framkvæmdir munu verða háðar auknum skipakosti við strandvarnirnar á næstu árum. Ef stjórninni tekst að láta strandvarnarskipin mæla þessa leið, þá þykist jeg vita, að málinu sje vel borgið. En jeg vil taka það fram, að á engum stað á landinu er þörfin eins brýn og við Barðastrandarsýslu.