23.04.1926
Neðri deild: 60. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1296 í B-deild Alþingistíðinda. (885)

82. mál, hlunnindi handa nýjum banka

Halldór Stefánsson:

Jeg skal ekki lengja umr. mikið, en ætla aðeins að segja nokkur orð út af ummælum hæstv. fjrh. um brtt. okkar á þskj. 330. Jeg kunni ekki við þann blæ, sem var á lýsingu hæstv. fjrh. á því, hvað við vildum ganga nærri gróða bankans. Hann vildi gefa því þann blæ að við vildum taka hann allan. Að þetta sje okkar meining, eða nokkuð nærri veruleikanum, er alveg fráleitt, eins og jeg hefi sýnt fram á áður, og læt jeg nægja að vísa til þess.