10.05.1927
Efri deild: 70. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 1799 í B-deild Alþingistíðinda. (1344)

6. mál, fátækralög

Atv.- og dómsmrh. (Magnús Guðmundsson):

Jeg leyfi mjer að þakka hv. allshn. fyrir góða afgreiðslu þessa máls og vinsamleg ummæli í nál. um undirbúning málsins. Jeg hefi ekkert að athuga við brtt. hennar. Tvær þeirra má skoða sem eiginlegar efnisbreytingar, brtt. við 21. gr. b. og 43. gr., og tel jeg þær báðar til bóta. Jeg hafði einmitt stungið upp á svona breytingu á 43. gr. í Nd., en enginn varð til að taka hana upp. Jeg hygg samt, að ýmsir þar verði ánægðari með frv., eftir að þetta ákvæði er komið inn. Sje jeg svo ekki ástæðu til að fjölyrða um þetta.