05.05.1927
Neðri deild: 67. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 2007 í B-deild Alþingistíðinda. (1539)

112. mál, Mosfellsheiðarland

Atv.- og dómsmrh. (Magnús Guðmundsson):

Jeg vil benda á það, að ef Mosfell verður ekki prestssetur, þá er jafnvel heimilt að selja alt saman, og þá auðvitað parta af jörðinni líka. Jeg álít því, að það þurfi ekki að hafa nein áhrif á afstöðu manna til málsins, hvort sem hitt frv. er afgreitt á undan eða eftir. En auðvitað er mjer sama. En ef á að selja hreppnum heiðarlandið, þá þarf alveg sjerstök lög um það.