30.03.1927
Neðri deild: 42. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 2146 í B-deild Alþingistíðinda. (1670)

37. mál, fjáraukalög 1926

Þorleifur Jónsson:

Jeg geri mig ánægðan með svar hæstv. fjrh. (JÞ). Mjer heyrðist á honum, að engin fyrirstaða væri á því, að þessi upphæð yrði borguð, enda þótt hún kæmi ekki í landsreikningi 1926. Jeg held því, að rjettast sje að greiða atkv. um till. og tek hana ekki aftur, fyrst engin tormerki eru á því, að þessi upphæð verði borguð.