07.05.1927
Neðri deild: 69. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 2154 í B-deild Alþingistíðinda. (1702)

78. mál, fræðsla barna

Frsm. (Jón Guðnason):

Jeg kvaddi mjer hljóðs vegna þess að hv. þm. V.- Ísf. (ÁÁ), sem ætlaði að tala um frv., er fjarstaddur. Jeg vil aðeins lýsa yfir því, að breytingar þær, sem gerðar hafa verið á frv. í hv. Ed., hafa engin áhrif á afstöðu nefndarinnar gagnvart því, og óskar nefndin, að frv. verði samþykt.