12.02.1927
Efri deild: 4. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 2159 í B-deild Alþingistíðinda. (1710)

18. mál, laun skipherra og skipverja á varðeimskipum ríkisins

Forsrh. og fjrh. (Jón Þorláksson):

Jeg skal ekki um það segja, hvort það er rjett hjá hv. 5. landsk. (JBald), að ákvæði um slysatryggingu ættu að standa í þessu frv. Það má athuga í nefnd. En jeg hefi litið svo á, að þessir menn ættu að falla undir ákvæðin um almenna slysatryggingu.