04.04.1927
Efri deild: 44. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 2363 í B-deild Alþingistíðinda. (1801)

19. mál, varðskip ríkisins

Atv.- og dómsmrh. (Magnús Guðmundsson):

Aðeins örfá orð. Jeg átti eftir að slá botninn í það, er jeg sagði hjer í dag, er jeg var kallaður burt til atkvgr. í Nd. En af því að jeg veit, að hv. frsm. muni hafa svarað því, er svara þurfti, ætla jeg að sleppa frekari umræðum. Mjer var sagt, að hv. 1. landsk. hefði notað tækifærið til þess að víkja nokkrum vel völdum orðum að mjer. Vildi jeg aðeins láta það sjást í þingtíðindunum, að þau orð fjellu í fjarveru minni, svo að jeg hafði ekki tækifæri á að svara þeim.