26.03.1927
Neðri deild: 39. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 2664 í B-deild Alþingistíðinda. (1910)

23. mál, járnbrautarlagning og virkjun Urriðafoss

Atv.- og dómsmrh. (Magnús Guðmundsson):

Jeg skal fyrst taka það fram út af orðum hv. 1. þm. S.-M. (SvÓ) um brtt. mína, að jeg sje ekki, að mikill munur sje á till. okkar. — Eins og frv. yrði, ef mín brtt. væri samþ., þá er enginn efi á því, að sjerleyfið fellur niður 1. maí 1929, ef ekkert hefir verið byrjað á verkinu þann dag. Hinsvegar, þó að eitthvað vanti á, að verkið sje hálfnað 1931, get jeg ímyndað mjer, að ekki þyki ástæða til, að sjerleyfið falli niður fyrir þá sök, ef því yrði haldið áfram á eftir með meiri hraða. Meiri kröfur sje jeg ekki ástæðu til að gera, nema þá ef einhverjum sýndist ástæða til að stytta tímann.

Það gæti vitanlega komið til mála að setja það sem skilyrði, að verkinu yrði lokið á 3 árum. Þetta kom líka til athugunar við samningagerðina við væntanlega sjerleyfishafa, en mjei þótti sá tími of stuttur, með því að jeg óttaðist, að þá yrði tekinn of mikill vinnukraftur frá öðrum atvinnuvegum.

Út af fyrirspurn háttv. þm. N.-Þ. (BSv) skal jeg segja það, að jeg tel, að stjórnin hafi enga heimild til að taka lán eða leggja fram þessar 2 milj. fyr en fjelagið hefir að minsta kosti 6 milj. trygðar til að leggja á móti. Þetta svar vona jeg, að hv. þm. sje ánægður með og telji fullskýrt.