23.03.1927
Neðri deild: 37. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 162 í C-deild Alþingistíðinda. (2337)

62. mál, skipting Gullbringu- og Kjósarsýslu í tvö kjördæmi

Frsm. meiri hl. (Hjeðinn Valdimarsson):

Það er aðeins stutt athugasemd.

Það liggur í augum uppi, að ef hlutfallskosning væri við höfð, fengi Hafnarfjörður sinn þingmann á móti sýslunni. En þingið hefir viðurkent þá kosningaraðferð með því að koma henni á hjer í Reykjavík.

Hv. 2. þm. N.-M. (ÁJ) fer með rangar tölur. Það hefir ekki verið sýnt, að neinir væru á móti skiftingunni í Hafnarfirði, svo að það má telja 1300 annarsvegar en 1700 óbundin atkvæði hinsvegar.