08.04.1927
Neðri deild: 50. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 629 í C-deild Alþingistíðinda. (2650)

94. mál, sauðfjárbaðanir

Atv.- og dómsmrh. (Magnús Guðmundsson):

Háttv. þm. Barð misskilur algerlega ætlun mína. Tilgangur minn er aðeins sá, að fá útgert um stjfrv. fyrst. Verði það felt, stendur þetta frv. jafn vel að vígi, þótt því sje frestað nú. Verði það hinsvegar samþykt, þá er þetta úr sögunni. Það er enganveginn sjeð fyrir um forlög stjfrv. enn, því að margir sögðu: já, til 3. umr. En það er rjett að sjá, hvernig því reiðir af fyrst.