23.03.1927
Neðri deild: 37. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 1359 í C-deild Alþingistíðinda. (3086)

95. mál, ritsíma- og talsímakerfi

Atv.- og dómsmrh. (Magnús Guðmundsson):

Það var rjett skilið hjá hv. þm. S.-Þ., að það er ekki mín meining að draga byggingu þessara stöðva lengi eða um óákveðinn tíma. En það þarf að gera tilraunir með þessi áhöld, þegar björt er nótt, og af því leiðir, að ekki er hægt að setja stöðvarnar upp í sumar. En ef þessi nýju tæki svara til þeirra vona, sem menn hafa gert sjer um þau, þá er þau hafa verið reynd til fullnustu, þá er ekkert því til fyrirstöðu, að úr framkvæmdum geti orðið strax í haust og mun þá ekki standa á mjer.