02.05.1927
Efri deild: 63. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 493 í B-deild Alþingistíðinda. (867)

111. mál, sala á Hesti í Ögurþingum

Frsm. (Guðmundur Ólafsson):

Þetta frv. er komið hingað eftir að hafa verið samþ. í hv. Nd., en frv. var upphaflega í öðru formi en nú. Það var sem sje tekið fram, fyrir hvaða verð jörðin skyldi seljast og til hvers ætti að verja því. Það má heita, að fyrirsögn frv. sje villandi, þar sem talað er um sölu á prestssetri. Þessi jörð hefir aldrei verið notuð sem prestssetur, nema einu sinni part úr ári. Þetta er mjög lítillfjörlegt býli og þannig sett, að varla getur komið til mála, að prestur geti haft þar aðsetur. Nefndin sá því ekkert á móti því, að frv. yrði samþ.