27.02.1928
Neðri deild: 33. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 279 í B-deild Alþingistíðinda. (61)

1. mál, fjárlög 1929

Ólafur Thors:

Næsta mál á dagskránni er frh. 1. umr. fjárlaganna.

Þá er venja, að snarpar umr. fari fram á Alþingi. Nú hafa hingað til bæjarins borist hinar raunalegustu frjettir. Eitt af fiskiskipunum íslensku hefir strandað og enn hefir ekki tekist að bjarga skipshöfninni. Jeg býst við, að hv. þdm. verði mjer sammála um það, að óviðeigandi er, að háð verði hjer hin venjulega rimma. Leyfi jeg mjer því að óska þess, að hæstv. forseti taki málið af dagskrá.