24.04.1929
Neðri deild: 53. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 2946 í B-deild Alþingistíðinda. (1883)

128. mál, stækkun lögsagnarumdæmis Reykjavíkur

Ólafur Thors:

Jeg ætla aðeins að taka það fram, að mitt fylgi við þetta mál er því skilyrði bundið, að sýslunefndin sætti sig við það. Annars skal jeg geta þess, að það er ekki rjettur skilningur hjá hv. 1. þm. Reykv., að sýslunni komi slíkt ekki við, ef einungis Reykjavík og Mosfellssveit koma sjer saman um það og hreppurinn telur sínum hagsmunum borgið. Sýslan hefir skilyrðislausan rjett til íhlutunar um slík mál, og til þess er henni gefinn sá rjettur að lögum, að sjálfsagt þykir, að sýslan dæmi sjálf um, hvort fjárhagur hennar er skertur eða ekki.