28.02.1929
Neðri deild: 10. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 25 í D-deild Alþingistíðinda. (3562)

41. mál, aukin landhelgisgæsla

Flm. (Hjeðinn Valdimarsson):

Jeg vil geta þess, að þótt í till. standi „í nágrenni við Reykjavík“, var tilætlunin ætíð sú, að bátarnir á Akranesi hefðu sömu not af gæslunni og Reykvíkingar, eins og jeg gat um í framsöguræðu minni. Jeg hefi því ekkert á móti því, að brtt. hv. þm. Borgf. verði samþ., og þakka jeg honum góðar undirtektir í þessu máli. Hvað tímanum viðvíkur, væri það að sjálfsögðu æskilegt, að hann gæti verið lengri, en í þetta sinn var þó ekki farið fram á meira, og var þessi tími tiltekinn að till. Bátafjelags Reykjavíkur, því að þá álitu þeir þörfina mesta. Má nú sjá, hvernig þetta gefst, og ef vel reynist, má athuga þetta nánar að ári og þá auka gæsluna, ef heppilegt þykir.