16.05.1929
Neðri deild: 70. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 216 í D-deild Alþingistíðinda. (3750)

100. mál, rýmkun landhelginnar

Ólafur Thors:

Hv. þm. Ísaf. talaði um, að það þýddi ekki fyrir hv. þm. Borgf. að tala um trú í þessu máli; stórþjóðirnar mundu ekki taka mikið tillit til þeirrar trúar. En sjálfur ber hv. þm. fram till. um að loka Faxaflóa fyrir ísl. togurum með þeim einum rökum, að það sanni útlendingum, að við höfum trú á því að friða landhelgina. Þetta kalla jeg nú samræmi!