27.02.1930
Neðri deild: 38. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 1684 í B-deild Alþingistíðinda. (2292)

86. mál, kosningar til Alþingis

Frsm. (Magnús Torfason):

Ég verð að vera á allt annari skoðun en hv. þm. N.- Ísf. um, að erfitt sé fyrir hans sýslubúa, Norður-Ísfirðinga, að sækja kjörstað á sunnudegi. Ég veit, að þeir eiga mjög auðvelt með það, því að á Djúpinu eru svo margir vélbátar, að þeir hafa nægan farkost, og þá sérstaklega á sunnudögum, því þá sækja menn ekki á sjó. Þar hafa menn sem sagt mun betri skilyrði til að sækja kjörstað en aðrir víða úti um land.