27.02.1930
Neðri deild: 38. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 1686 í B-deild Alþingistíðinda. (2297)

86. mál, kosningar til Alþingis

Sigurður Eggerz:

Því miður hafði ég ekki biblíuna með mér, svo að ég get ekki hrakið orð hæstv. forsrh., en mér skilst, að hann sé að tala um gamla testamentið, en ég um það nýja. En hvað sem öðru líður, þá vil ég, að sunnudagurinn sé áfram hvíldardagur.