07.04.1930
Neðri deild: 73. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 1717 í B-deild Alþingistíðinda. (2364)

238. mál, útvarp

Forseti (BSv):

Allar ræður hv. þm. hafa hingað til hnigið að þingsköpum, nema ræða hv. þm. Barð., sem tók málið alvarlegri tökum að nokkru leyti. Kröfu þeirri, sem fram er komin frá 2 hv. þdm., um að taka málið af dagskrá, er ekki hægt að sinna, þar sem hv. meiri hl. fjhn. og hæstv. landsstj. leggja áherzlu á að fá málið nú tekið fyrir. Enda er það svo, að hv. minni hl. fjhn. hefir haft jafnlangan tíma og hv. meiri hl. til að starfa að málinu, og ætti því eins að geta verið tilbúinn með nál. og brtt. Auk þess vil ég minna á, að frá 2. til 3. umr. eiga að líða a. m. k. 2 nætur, og gæti hv. minni hl. því komið með nál. fyrir 3. umr., ef honum þætti þess þurfa. — Ræður þær, sem enn hafa verið haldnar, mun ég ekki telja til umræðu um frv., nema ræðuupphaf hv. þm. Barð., og hafa hv. þm. því a. ö. 1. leyfi til fullkomins ræðufjölda samkv. þingsköpum.