15.04.1930
Efri deild: 78. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 2178 í B-deild Alþingistíðinda. (2905)

132. mál, Fiskveiðasjóður Íslands

Fjmrh. (Einar Árnason):

Það er ekkert nýtt, að leitað sé afbrigða frá þingsköpum til þess að greiða fyrir framgangi mála, þegar komið er að þinglokum. Þetta hefir líka verið gert undanfarna daga til þess að stytta þingið. Ef þm. vilja lengja þingið með því að neita um afbrigði, þá er ekkert við því að gera. Hinsvegar ber að geta þess, að flest þessara mála, sem afbrigða er leitað fyrir, eru alls ekki ný, heldur hafa þau legið fyrir þinginu í margar vikur, og eru þess vegna kunn hv. þm. að efni til. En hitt er sjálfsagt, að greiða atkv. um afbrigðin fyrir hvert mál fyrir sig, ef þess er óskað. Annars er það svo um flest þessi mál, að þinginu verður ekki frestað fyrr en þau hafa verið afgr.