15.04.1930
Efri deild: 78. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 2390 í B-deild Alþingistíðinda. (3191)

32. mál, vegalög

Halldór Steinsson:

Mér og hæstv. dómsmrh. ber í rauninni ekki annað á milli en það, hvort það þurfi að verða frv. til falls, ef brtt. verður samþ. Þótt frv. yrði ekki samþ. hér frá deildinni fyrr en á morgun, mundi fundum í hv. Nd. varla verða lokið svo snemma, að ekki mætti fá málið tekið þar fyrir. Og ég efa ekki, að frv. mundi sigla hraðbyri gegnum þá deild, svo mikið áhugamál er það ýmsum þm. þar.