26.02.1930
Neðri deild: 37. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 2459 í B-deild Alþingistíðinda. (707)

Þingvíti

Sigurður Eggerz:

Út af ummælum hv. þm. Borgf. vil ég geta þess, að ég sé ekki betur en að hann staðfesti það, að hæstv. forseti hafi farið algerlega að lögum. Skil ég þá ekki, hvað þessi kurr á að þýða.