18.03.1931
Efri deild: 27. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 1192 í C-deild Alþingistíðinda. (1678)

51. mál, forkaupsréttur kaupstaða og kauptúna á hafnarmannvirkjum o. fl.

Frsm. (Erlingur Friðjónsson):

Við 1. umr. um þetta frv. komu ekki fram andmæli gegn því í hv. þd. Af þeim ástæðum tel ég líklegt, að frv. nái nú samþykki hér í d. Þó hefir svo farið, að allshn. hefir ekki getað orðið á eitt sátt um afgr. frv. Leggur meiri hl. n. (IP, EF) til, að frv. verði samþ. óbr., en minni hl. (PM) hefir tjáð sig andvígan frv. og mun sennilega greiða atkv. á móti því.

Við frv. hafa engar brtt. komið fram, hvorki frá meiri né minni hl. n. eða frá einstökum þm. Ég sé því ekki ástæðu til þess að fara fleiri orðum um frv., en leyfi mér að vísa til þess, er ég sagði um það við 1. umr., og óska þess, að hv. hd. fallist á að samþ. frv. samkv. till. meiri hl. allshn.