30.03.1931
Efri deild: 37. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 112 í B-deild Alþingistíðinda. (222)

133. mál, greiðsla verkkaups

Frsm. (Erlingur Friðjónsson):

Þetta litla frv., sem hér er til 2. umr., er komið frá hv. Nd. og mun hafa gengið gegnum hana breytingalaust frá því er það var lagt fyrir þingið. Frv. felur í sér, að bifreiðastjórar geti innheimt kaup sitt með sömu réttindum og felast í lögum um greiðslu verkkaups. En þau eru aðallega í því fólgin, að skyldugt er að greiða verkafólki, sem vinnur algenga vinnu, vikulega kaup þess, nema öðruvísi sé um samið. Önnur réttindi eru þau, að ef menn þurfa að innheimta kaup með lögsókn, þurfa þeir ekki að greiða réttargjöld í slíkum málum, og þau sæta meðferð einkalögreglumála. Þar sem hv. Nd. hefir orðið sammála um að samþ. þetta frv. og allshn. þessarar deildar er henni samþykk um það að leggja til, að það verði samþ. óbreytt, tel ég ekki ástæðu til að fjölyrða meira um málið, enda hefi ég tekið fram, hvað er efni frv.