10.03.1931
Neðri deild: 20. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 119 í B-deild Alþingistíðinda. (270)

65. mál, kirkjuráð

Pétur Ottesen:

Ég vil benda á það út af ummælum hv. frsm., að á synodus eiga guðfræðingar einir sæti, svo að leikmenn eiga ekki kost á að láta vilja sinn koma fram þar. En ég held, að prestarnir hafi fulla þörf á að njóta stuðnings leikmanna til að bera uppi trúmálin. Prestarnir hafa sýnt, að þeir eru ekki einfærir um það. Ég get heldur ekki seð neina sérstaka réttarbót í því, að einskorða, að guðfræðingar einir fari í kirkjuráðið, þar sem ákveðið er, að þeir, sem eiga sæti þar, skuli vera valdir af tómum guðfræðingum. Ef það verður ofan á, er ekki vandséð, hverjir valdir verða í ráðið.