31.03.1931
Efri deild: 38. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 134 í B-deild Alþingistíðinda. (296)

65. mál, kirkjuráð

Frsm. (Jón Jónsson):

Þetta frv. er upphaflega samið af mþn. í kirkjumálum, en er flutt af menntmn. hv. Nd. og nokkuð breytt.

Það, sem mun aðallega hafa vakað fyrir mþn., mun hafa verið það, að ráða bót á þeirri deyfð, sem ríkir yfir kirkjulífi hér á landi. Það hefir vist flestum fundizt þessi deyfð vera mikil, og hafa menn kennt ýmsu um.

Ýmsir áhugasamir menn innan kirkjunnar hafa fundið til þess, að þörf væri á þingi eða nefnd, sem hefði það verkefni, að íhuga kirkjuleg mál og fylgjast með um kirkjulega löggjöf og sameina starfsáhugann innan kirkjunnar. Mþn., sem starfaði skömmu eftir aldamót, lagði til, að stofnað yrði kirkjuþing, sem skipað væri 24 mönnum, en ráð frv. náði ekki fram að ganga. Síðan hafa komið fram óskir á prestastefnum við og við um að eitthvað yrði gert í þessa átt, og niðurstaðan hefir orðið sú, að kirkjumálan. hefir flutt þetta frv.

Nefndin var á einu máli um, að slíkt kirkjuráð gæti orðið til verulega mikils gagns fyrir kirkjulífið, og leggur því eindregið til, að frv. verði samþ. En jafnframt leyfir hún sér að flytja örlitla brtt. við 4. gr. og væntir þess, að sú till. verði samþ.

Ég hygg að menn finni ekkert athugavert við það, þótt þinginu sé ætlað að hafa ráðgjafaratkvæði um löggjafarmál kirkjunnar, og stj. verði því að senda því frv. um þessi mál.

Vænti ég þess svo, að hv. d. sjái sér fært að samþ. frv. þetta ásamt brtt. við 4. gr.