13.04.1931
Neðri deild: 45. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 105 í C-deild Alþingistíðinda. (366)

89. mál, stækkun lögsagnarumdæmis Reykjavíkur

Hákon Kristófersson:

Ég hefi lagt fram brtt. við þetta frv. á þskj. 372, sem er fram komin í þeim tilgangi og með heim huga, að ef þær verði samþ., þá verði þessu máli lokið á. friðsamlegan hátt og svo, að allir aðiljar megi vel við una. Með brtt. er það meint, að þetta mál verði ekki afgr. nema með góðu samþ. aðilja. Fyrri liður brtt. er á þá leið, að á eftir orðinu „Seltjarnarneshrepp“ í 3. gr. frv. komi „og Kjósarsýslu“. Það segir sig sjálft, að þessi breyt. er alls ekki óviðkomandi sýslunni, og því er ekki nema eðlilegt, að hún eigi atkv. um málið. Síðari liður þessarar brtt. fer aftur á móti í þá átt að fella úr gildi frv., ef það samkomulag næst ekki, sem frv. byggist á, og er það raunar það, sem meint er, ef breytingin nær fram að ganga með góðu samkomulagi, og þarf ég ekki að fjölyrða um þetta meir.