08.04.1931
Neðri deild: 41. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 140 í B-deild Alþingistíðinda. (425)

Afgreiðsla þingmála

Forseti (JörB):

Út af orðum hv. 2. þm. Eyf. skal ég taka það fram, að enda þott beri að taka hart á óþörfum fjarvistum hv. þm., þá hefir þó hingað til ekki verið venja að beita ákvæðum þingskapanna þar að lútandi. Annað mál er það, hvað verða kann, ef hv. þdm. gera sig framvegis seka í alvöruleysi og tómlæti um þingstörf almennt. En hv. 2. þm. Eyf. vil ég segja það, að sízt hæfir honum að ganga af fundi fyrir þessar sakir, þar sem hann hefir nú orðið til þess fyrstur að telja þetta hátterni þm. og með fullum rétti. Þessi hv. þm. hefir ekki til þessa gengið á undan öðrum hv. þdm. um það að víkja af þingfundum, og er þess að vænta, að hann verði ekki til þess að gefa slíkt fordæmi.