20.08.1931
Efri deild: 34. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 1138 í B-deild Alþingistíðinda. (1569)

62. mál, útsvör

Jón Þorláksson:

Við 3. umr. þessa máls hér í deild var samþ. brtt. við 2. gr. útsvarslaganna. Þessi liður var í því fólginn, að fyrir 2 fyrstu mánuðina, sem greiðsla drægist umfram gjalddaga, skyldi aðeins greiða ½% í dráttarvöxtu, en síðan 1% á mánuði. Þessi till. fann ekki náð fyrir augum Nd., og var því borið við, að hún gæti ekki samrýmzt 30. gr. útsvarslaganna. Þessi viðbára Nd. er ástæðulaus, því að greinina er ekki hægt að misskilja. Ég ber fram brtt. á þskj. 348, og felur hún ótvírætt í sér, að dráttarvextir skuli ekki vera nema 1% fyrir 2 fyrstu mánuðina báða saman, en síðan 1% fyrir hvern mánuð eða brot úr mánuði, sem líður fram yfir gjalddaga, unz gjaldið er að fullu greitt.

Sá maður, sem greiðir útsvar fullum tveim mán. eftir gjalddaga, verður eftir frv. að greiða 3% í dráttarvexti, og samsvarar það um 18% ársvöxtum. Fannst mér þetta nokkuð strangt farið í sakirnar. Felur till. í sér, að dráttarvextir verði 1% lægri en eftir frvgr., eins og nú er. Vona ég, að hv. deild sýni þann velvilja að samþykkja þessa brtt.