24.07.1931
Neðri deild: 11. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 242 í C-deild Alþingistíðinda. (2285)

82. mál, prestakallasjóður

Héðinn Valdimarsson:

Hv. flm. líkti þessu frv. saman við frv. um læknishéraðasjóði. En þar er ólíku saman að jafna. Það er almenn reynsla, að það þykja hin mestu vandræði, ef lækni vantar eða að hann er fjarverandi, en þó að prestslaust sé á einhverjum stað, ber ekki á öðru en að menn séu hinir ánægðustu með það. Ég verð að álíta, að því fé, sem sparast við prestahald, sé betur varið til ýmiskonar menningarauka í landinu heldur en að geyma það handa öðrum prestum.