21.08.1931
Neðri deild: 35. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 607 í B-deild Alþingistíðinda. (306)

1. mál, fjárlög 1932

Pétur Ottesen:

Ég vildi aðeins leiðrétta misskilning, sem kom fram í ræðu hv. frsm. fjvn., þar sem hann var að tala um styrkinn til Stórstúkunnar og hélt því fram, að ég færi fram á hækkun á honum með brtt. minni. Þetta er algerlega rangt, því að hið eina, sem ég legg til, er, að felld sé niður sú aths., sem tengd var við fjárveitinguna í hv. Ed. Annars vil ég benda hv. frsm. á það, að sú styrkupphæð, sem Stórstúkunni er ákveðin nú, er gagnstæð vilja allra þdm. Sumir hv. þdm vildu veita henni 12 þús. kr. styrk, en þeir, sem skemmst fóru, 10 þús. kr., og virðist því full ástæða að fella þessa aths. niður.