28.07.1931
Neðri deild: 14. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 116 í B-deild Alþingistíðinda. (66)

1. mál, fjárlög 1932

Haraldur Guðmundsson:

Ég á hér brtt. á þskj. 131. Hún er þess efnis, að Ólafi Sveinssyni, fyrrv. vitaverði á Reykjanesi, verði greiddar 2000 kr. fyrir verk, sem hann hefir látið vinna á Reykjanesi, og ekki fengið greitt þegar hann fór. Ég ætla hér ekki að fara að rekja viðskipti vitamálastjóra og hans. Ég vil aðeins minna á það, að hann var stórkostlegur athafnamaður, bæði um jarðabætur og aðrar framkvæmdir. Auk þess byggði hann þar sundlaug fyrir eigið fé, sem notuð hefir verið af fjölda manna. Annars verð ég að álíta, að ástæðurnar fyrir því, að þessi maður var sviptur stöðu sinni, hafi verið svo ófullnægjandi, að það geti ekki talizt meira en sanngjörn lokauppbót til hans af ríkisins hálfu, þó að honum yrði greitt það, sem hér er farið fram á.

Út af ummælum hv. frsm. fjvn. hefi ég fátt eitt að segja. Þau eru eins og við mátti búast úr þeirri átt. 1. fellst ekki á neitt annað en það að fella, fella allar till. um auknar verklegar framkvæmdir. Þetta sannar það, sem ég hefi áður sagt í þessari hv. d. Þessir menn og n. öll virðist starblind á það ástand, sem nú ríkir í landinu og framundan er. Þessi framkoma verður ekki á annan hátt skilin en þann, ef þeir þá ekki vitandi vits vilja spilla lífskjörum og hag landsmanna á komandi árum.