28.07.1931
Neðri deild: 14. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 150 í B-deild Alþingistíðinda. (92)

1. mál, fjárlög 1932

Héðinn Valdimarsson:

Eftir því, sem mér virðist af þessu svari forseta — (Forseti: Umr. er lokið, og verður gengið til atkv.) á nú að fara að nota sérstaka paragrafa á okkur jafnaðarmennina, fyrst aðrir fá nafnakall, ef 1 maður æskir þess, en við ekki, þó að við 3 berum fram skriflega áskorun þess efnis.