06.05.1932
Neðri deild: 68. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1408 í C-deild Alþingistíðinda. (11179)

284. mál, samvinnufélög

Hannes Jónsson [óyfirl.]:

Við hv. 3. þm. Reykv. áttum tal saman áðan hérna inni í ráðherraherberginu, og þá bað hann mig að skila þessu til hv. allshn., að afgreiða frv. Ég taldi mig því einnig hafa umboð frá honum til að flytja þessa ósk við n. En hvað sem um það er, þá er nú liðið svo langt síðan hv. n. fékk frv. til umsagnar, að það er full ástæða til, að hún skili því fljótlega og setjist ekki á það. En vera má, að 3. þm. Reykv. hafi beðið hv. allshn.afgr. ekki frv., til þess að hann gæti komizt hjá því að tala meira um það. Ég skora á hæstv. forseta að gæta þess, að málinu verði hraðað.