04.04.1932
Efri deild: 42. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1482 í C-deild Alþingistíðinda. (11251)

37. mál, stjórnarskipunarlög

Frsm. meiri1 hl. af hálfu Alþfl. (Jón Baldvinsson):

Hv. 1. landsk. minntist á meðferð á þáltill. Alþýðufl. um kjördæmamálið á Alþingi 1930 og aðstöðu sína til till. Hann talaði um það, að sú till. hefði ekki átt að ná til stjskr., og er það að vísu rétt, að þetta var aðeins till. til þál., en það var jafnframt tekið fram af hv. flm., 4. þm. Reykv., Héðni Valdimarssyni, að ef till. kæmi til framkvæmda, þá þyrfti að sjálfsögðu að undirbúa breyt. á stjskr. Enda er það auðséð, að ef till. hefði verið samþ., þá var sjálfsagt að undirbúa þær brtt., sem menn hefðu viljað gera þá. Þó að sú leið væri farin 1930 að skora á hæstv. stj. að taka málið til undirbúnings, þá var það vitanlega undanfari stjskrbreyt. Enda má minna á það, að sami hv. þm., sem flutti till. 1930, hefir einmitt fyrir þremur árum flutt till. shlj. till. Alþýðufl. nú, um að gera landið allt að einu kjördæmi. Hv. þm. kallaði till. okkar alþýðuflokksmanna erfiðar í framkvæmdinni. Hann talaði um 200 frambjóðendur og hann hryllti við þeirri halarófu, sem ferðast mundi yfir landið og fylla mundi fundahúsin á samkomustöðunum, ef þeir héldu allir saman. Þessi gagnrýni er nú svipuð gagnrýni Tímans á till. þeirra sjálfstæðismanna um þingmannafjöldann. Röksemdafærsla hv. Í. landsk. er nokkuð álíka. Það er ekki nein ástæða til að ætla, að þessu verði þannig farið, heldur mundu aðeins aðalforingjar flokkanna ferðast um til þess að halda stjórnmálafundi í flestum kjördæmum, og það er einmitt það, sem hefir gerzt, þegar landið hefir verið eitt kjördæmi, sem sé við landskjörið.

Hæstv. forsrh. misskildi það, sem ég sagði um kjördæmanefndina. Ég sagði ekki, að ég hefði vænzt mikils árangurs fyrir það, að n. var skipuð, heldur sagði ég, að úr því hæstv. forsrh. hefði sjálfur tekið sæti í n., þá hefði mátt vænta þess, og það var trú margra, að hann ætlaði sér að gera tilraun til þess að leysa málið á viðunandi hátt. En þegar svo till. koma frá hæstv. ráðh., þá hafa þær ekki í sér fólgnar neinar þær bætur á kjördæmaskipuninni, að það hefði ekki átt að vera fyrirfram vitað, að þær till. leiddu ekki til neins samkomulags.

Því hefir nú verið haldið fram, að landsk. þm. væru uppbót fyrir Rvík. En því er vitanlega ekki hægt að halda fram með neinni sanngirni. Rvík hefir vitanlega áhrif á val hinna landskjörnu fulltrúa, en aðeins í hlutfalli við sinn kjósendafjölda. Þó Rvík sé fjölmenn, þá hefir hún ekki nema um 12 þús. kjósendur, en annarsstaðar á landinu munu vera samanlagt um 40 þús. kjósendur. Hún hefir því alls ekki atkvæðamagn til þess að kjósa fjóra af sex við landskjör.

Ég skal viðurkenna það, að till. framsóknarmanna um að fjölga þm. Rvíkur

úr 4 í 8 er bót frá því, sem er, en það er ekki nóg, sérstaklega þegar þess er gætt, að Rvík á ekki að reiknast með þegar ákveðin eru uppbótarþingsætin, sem framsóknarmenn leggja til, að komi í stað landskjörsins, sem þeir vilja fella niður. Þetta er bersýnilegt ranglæti gegn höfuðstað landsins, gegn fullkomlega einum fjórða hluta landsmanna, sem framsóknarmenn hafa með sinni leiðinlegu „agitation“ reynt að æsa bændur landsins á móti, sérstaklega við síðustu kosningar, en nú hafa þessir menn með till. sínum um fjölgun þingmanna fyrir Reykjavíkurbæ slegið vopn úr hendi sér; nú geta þeir tæplega lýst Rvík á sama hátt fyrir bændum og þeir hafa gert áður, eftir að hafa lagt til að auka þingmannatölu höfuðstaðarins um helming.

Ég ætla mér ekki við þessa umr. að ræða brtt. hv. 2. þm. Árn., en hún er á þá leið, að ég mun greiða atkv. gegn henni eins og hinum öðrum till. framsóknarmanna í þessu máli.