29.03.1932
Neðri deild: 37. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 2408 í B-deild Alþingistíðinda. (11477)

Fyrirspurnir um stjórnarráðstafanir

Fjmrh. (Ásgeir Ásgeirsson):

Sú rannsóknarstofa, er hér ræðir um, heyrir ekki undir mitt ráðuneyti og málið hefir ekki komið fyrir ráðherrafund. Ég get því engar upplýsingar um það gefið. En málið hlýtur að hafa komið fyrir skrifstofu landlæknis, sem hér á sæti í deildinni, og vil ég að því leyti vísa fyrirspurninni til hans. Önnur svör verða að bíða þar til viðkomandi ráðh. verður viðstaddur.