04.06.1932
Efri deild: 94. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 2458 í B-deild Alþingistíðinda. (11543)

Kosningar

Jakob Möller:

Hv. 2. þm. Árn. vitnaði í 17. gr. Þar stendur svo: „Rétt kosinn í nefnd við óhlutbundna kosningu — þ. e. við aðra kosningu en hlutfallskosningu — er sá, er hlotið hefir þriðjung greiddra atkv., og aðeins hér telst auður seðill greitt atkv.“ M. ö. o., þessir sjö auðu seðlar eiga ekki að teljast sem greidd atkv., því aðeins í því eina tilfelli, sem getur um í 17. gr., er auður seðill talinn greitt atkv. hér hefir atkvgr. farið þannig, að réttur helmingur dm. hefir greitt atkv. og d. fullnægir því ekki kröfu þingskapa um gilda ákvörðun.