10.03.1932
Neðri deild: 25. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1450 í B-deild Alþingistíðinda. (1260)

55. mál, ríkisskattanefnd

Fjmrh. (Ásgeir Ásgeirsson) [óyfirl.]:

Ég endurtek ósk mína um, að lög þessi komi til framkvæmda, þegar fé er veitt í fjárl. í þessu skyni. Á yfirstandandi ári er engin slík fjárveiting í fjárl., en ef fjárveiting í þessu skyni yrði tekin upp í fjárl. næsta árs, þá tæki ég bað sem heimild fyrir því að láta lögin koma til framkvæmda þegar í ár. Útgjöld þau, er leiðir af framkvæmd þessa frv., eru hverfandi móts við þann tekjuauka, sem ríkissjóði ynnist við það. Ég legg því til, að brtt. á þskj. 139 verði felld.