03.05.1932
Efri deild: 66. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1535 í B-deild Alþingistíðinda. (1509)

218. mál, varðskip landsins

Frsm. (Ingvar Pálmason):

Það er nú svo, eins og hv. dm. er kunnugt, að nú á þessum fundi hefir verið útbýtt brtt., sem gera ráð fyrir allmiklum breyt. á frv. En af því að þær eru rétt að koma fram, hefir sjútvn. ekki haft tækifæri til þess að taka þær til athugunar, og get ég því enga afstöðu til þeirra tekið fyrir hönd n. En af því að þær eru þannig vaxnar, að ég fyrir mitt leyti tel ástæðu til að þær væru teknar til athugunar í n. áður en þær koma til atkv., vil ég mælast til, að málið verði tekið út af dagskrá þangað til n. hefir haft tækifæri til að athuga brtt.