10.05.1932
Neðri deild: 71. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1561 í B-deild Alþingistíðinda. (1587)

490. mál, Jöfnunarsjóður

Fjmrh. (Ásgeir Ásgeirsson) [óyfirl.]:

Ég vil geta þess, að ástæðan fyrir minni brtt., og þá um leið hv. 2. þm. Skagf., er auðvitað ekki einungis sú, að nú er miklu minna fé í sjóði heldur en var fyrir tveim árum. Höfuðástæðan er sú, að eins og nú er háttað LR. og fjárl., bæði rekstrarreikningi og sjóðsyfirliti, var komið í ósamræmi við frv. og reikningshaldið yfirleitt. Til þess hefir ekki verið tekið tillit fyrr, og okkar brtt. ganga í rauninni út á að samræma frv. við hið nýja bókhald.