11.05.1932
Efri deild: 72. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1632 í B-deild Alþingistíðinda. (1681)

36. mál, skipun læknishéraða, verksvið landlæknis og störf héraðslækna

Jón Jónsson:

Hv. þm. Snæf. hefir nú tekið af mér ómakið og talað fyrir brtt. minni, þótt á annan veg sé en ég hefði gert.

Ég álít nú í sjálfu sér, að varhuga beri að gjalda við því að stofnuð séu fleiri embætti eða haldið uppi en þörf er á. Að vísu var nú hér í vetur samþ. stofnun eins nýs embættis, þar sem var Ólafsfjarðarhérað. En þá færði hv. 2. þm. Eyf. svo ljós rök að því, að þarna væri þörf á að hafa sérstakan lækni, að þdm. sáu sér yfirleitt ekki fært að standa á móti því. En því var þó nokkuð athugað í n., hvort ekki væri hægt að fækka annarsstaðar, þótt ekki væri hægt að neita Ólafsfirðingum um sérstakan lækni vegna erfiðrar aðstöðu til læknisvitjunar.

Af því héraði, sem brtt. okkar á þskj. (678 ræðir um, voru klipptir hreppar í Nd. og lagðir til annara læknishéraða, svo að nú eru ekki eftir í því nema tæplega 11/2 hreppur og íbúar þess 1/4 færri en í Ólafsfjarðarhéraði. Þetta hérað verður því eitt með mannfæstu héruðum. Að vísu verða máske 2 héruð við Breiðafjörð og 1 á Ströndum fámennari. Ég vildi með þessari brtt. gera afsökun mína um að benda á, að þarna væri hægt að fækka, ef hv. þd. vildi fallast á að gera það. Þarna er um að ræða sókn í Hálshreppi með 140 íbúum, sem hæglega gæti vitjað læknis til Akureyrar. En Grýtubakkahreppur með um 500 íbúum yrði að sækja yfir fjörðinn til Dalvíkur. Telja kunnugir menn, að ekki séu tormerki á að komast yfir fjörðinn svo innarlega. Ég held því, að sómasamlegt sé, þótt þessi skipun sé á því gerð, að skipta þessu héraði milli Svarfdælahéraðs og Akureyrar. það verða að vísu fáeinir bæir í Þorgeirsfirði og Hvalalátursfirði, sem verða illa úti. En kunnugir menn segja þó, að þeim sé lítið erfiðara að sækja til Dalvíkur en þó læknir sé þarna kyrr. En læknismálum þessa héraðs verður ekki svo skipað. að þessir þær hafi ekki jafnan erfiða aðstöðu. — ég vildi benda hv. d. á þetta og kom með það í till. formi, svo að það geti komið til framkvæmda, ef þingið vill fallast á það. En ég geri samþykkt þess ekki að neinu kappsmáli. Ég tel rétt og skylt, að athugað sé gaumgæfilega, hvort ekki sé hægt að fækka einhversstaðar móti þeirri fjölgun, sem orðin er. Og en fyrir mitt leyti tel þetta fært.